38. fundur
velferðarnefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Smiðju, miðvikudaginn 14. febrúar 2024 kl. 09:00


Mætt:

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG) formaður, kl. 09:00
Ásmundur Friðriksson (ÁsF) 2. varaformaður, kl. 09:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:00
Guðmundur Ingi Kristinsson (GIK), kl. 09:00
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir (LRS), kl. 09:00
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 09:00
Magnús Árni Skjöld Magnússon (MagnM), kl. 09:00
Óli Björn Kárason (ÓBK), kl. 09:00

Nefndarritari: Áslaug Einarsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Dagskrárlið frestað.

2) 584. mál - framkvæmdaáætlun í málefnum fatlaðs fólks fyrir árin 2024–2027 Kl. 09:05
Kl. 09:05 mætti Auður Anna Magnúsdóttir frá Kvenréttindafélagi Íslands og fjallaði um málið og svaraði spurningum nefndarmanna.
Kl. 09:25 mættu Unnur Helga Óttarsdóttir og Anna Lára Steindal frá Þroskahjálp og fjölluðum um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:00 mættu á fundinn Valgerður Rún Benediktsdóttir, Helga Pálsdóttir og María Kristjánsdóttir frá Sambandi ísl. sveitarfélaga og fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 10:48 mættu Kristinn Ólafsson og Júlíus Aðalsteinsson frá Grænum skátum og fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.
Kl. 11:00 mættu Alma Ingólfsdóttir, Stefán Vilbergsson og Sigríður Hanna Ingólfsdóttir frá ÖBÍ réttindasamtökum og fjölluðu um málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) 116. mál - umboðsmaður sjúklinga Kl. 11:20
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Arndís Anna Krístínardóttir Gunnarsdóttir verði framsögumaður var samþykkt.

4) 67. mál - ókeypis fræðsla og þjálfun foreldra barna með ADHD Kl. 11:22
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir verði framsögumaður var samþykkt.

5) 115. mál - búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum Kl. 11:25
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með tveggja vikna fresti. Tillaga um að Guðmundur Ingi Kristinsson verði framsögumaður var samþykkt.

6) Önnur mál Kl. 11:28
Starfið framundan rætt.

Fundi slitið kl. 11:30